Þjófagjá
Frá Akri, sem stóð frammi á sjávarkampunum og fór í eyði 1906-07, var útræði, en lendin var slæm og slys þvi tíð. Árið 1896 fórst þar bátur í lendingu með allri áhöfn utan einum manni, sem bjargaðist nauðuglega. Hefur lítið verið róið þaðan síðan. Nokkru fyrir austan lendinguna er gjá ein merkileg, sem nefnist Þjófagjá.
Á flóði fellur sjór in í hana og eru hamfarir Ægis þar miklar, þegar brim er. Er talið að í gjánni hafi verið hengdir sakamenn, sem dæmdir höfðu verið frá lífi, en í Hoförðum var lengi þinstaður. Rétt fyrir austan gjárna er smávík, er nefnist Hvalvík.
Upp