Kirkjuhól

Uppi á Kirkjuhóli hjá samnefndum bæ er stór steinn eða klettur og fast hjá honum er allstór gryfja. Sagt er, að eitt sinn hafi steinninn legið yfir gryfjunni, en þarna á að vera grafin málmkista full af gullpeningum.

Einhverju dinni ætluðu tveri menn að grafa upp kistuna. Gátu þeri við illanleik velt steininum ofan af og grófu svo niður að kistunni og festu reipum i hringi, sem voru sinn á hvorum enda hennar.

Tókst þeim með miklum erfiðismunum að tosa öðrum enda kistunnar nær því upp á grafarbarminn. Fór þá annar þeirra niður i gröfina til að lyfta undri. Segir þá sþa sem uppi var: "Hún kemst upp, ef guð lofar". Gellur þá sá við, er í gröfinni var: "Hún skal upp hvort sem guð vill eða ekki". Í því losnaði hringgurinn og kistan féll niður og drap þann, sem undir var. Síðan hefur ekki verið reynt að grafa upp gullkistu þessa, en hringurinn, sem slitnaði af henni við óhappið, komst í eigu Staðarstaðarkirkju og var noaður þar sem handfang á ítuhurð.

Í jarðabókinni frá 1714 segir, að menn telji, að á Kirkuhóli hafi kirkju verið til forna og sjáist ennþa leifar tóftarbrotsins.


Snæfellsjökull

Hellnarströnd

Snæfellsbær

Ölkelda

Bárðarlaug

Laugarbrekka

Grundarfjörður

Bjarnarhöfn

Flatey

Hofgarðartjörn

Kirkjuhól

Hofgarðar

Þjófagjá

Upp

e-mail

gistihof@gistihof.is


sími

00354-846-3897 • 00354-820-3897

blogg

Heimsækjið mynd og upplýsinga blogg gistiheimilisins.